Beint í efni

McDonalds styrkir sænska holdakúabændur!

14.07.2016

Bandaríska hamborgarakeðjan McDonalds hefur gert samkomulag við þarlendu bændasamtökin og samtök kúabænda um að styrkja sérstaklega þá bændur sem auka framleiðslu sína á holdakúm. Fyrirtækið er stærsti einstaki kaupandinn á sænsku nautakjöti en undanfarið hefur nautakjötsframleiðslan í Svíþjóð dregist saman og eru það auðvitað slæm tíðindi fyrir McDonalds. Til þess að tryggja sér áfram sænskt nautakjöt hefur því nú verið hrint af stað þriggja ára átaksverkefni og mun McDonalds leggja verkefninu til 43 milljónir íslenskra króna.

 
Verkefnið byggir á því að þeir kúabændur sem bæta við sig að lágmarki 20 holdakúm geta fengið gefins kynbótanaut frá McDonalds til þess að sinna kúnum! Á framangreindum þremur árum er áætlað að styrkupphæðin dugi til þess að kaupa 100 graðnaut og að átakið muni fjölga holdakúnum um amk. 2 þúsund/SS.