Beint í efni

McDonalds banna notkun á vaxtarhvetjandi efnum í fóðri dýra

18.07.2003

Belgian Blue tarfur, sérræktað holdanautakynFrá og með næstu áramótum mun McDonalds hamborgarakeðjan ekki lengur taka við kjöti frá framleiðendum sem nota vaxtarhvetjandi efni (hormón, lyf) í fóður dýranna. Slíkt er og hefur verið bannað hérlendis en notkun á slíkum efnum er mjög algeng í Bandaríkjunum. Ákvörðun McDonalds mun að öllum líkindum hafa veruleg áhrif á kjötmarkaðinn í Bandaríkjunum, enda er fyrirtækið einn stærsti þarlendi kaupandi á kjöti. Búast má við því að margir bandarískir bændur noti nú tækifærið og breyti um framleiðsluhætti.