Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Matvælastofnun með fræðslufund um áburðareftirlit

03.02.2012

Matvælastofnun, í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís, heldur fræðslufund um eftirlit með áburði miðvikudaginn 8. febrúar nk. kl. 15:00-16:30 á Stórhöfða 23. Á fundinum verður fjallað um framkvæmd áburðareftirlits hérlendis, kadmíum og uppsöfnun þungmálmsins í jarðvegi og landbúnaði, ásamt mögulegum áhrifum þess á lýðheilsu.

 

Mikil umræða um áburð hófst í byrjun árs í kjölfar birtingu Matvælastofnunar á skýrslu um niðurstöður áburðareftirlits á síðasta ári. Sýnatökur stofnunarinnar leiddu í ljós að áburður frá Skeljungi innihélt tvöfalt til þrefalt meira magn af kadmíum en leyfilegt er hér á landi. Í kjölfarið hófst áköf umfjöllun um kadmíum þar sem gagnrýni á eftirlitið var óvægin.

 

Á fræðslufundinum verður fjallað um áburðarnotkun og framkvæmd áburðareftirlits hérlendis. Rætt verður um kadmíummálið svokallaða, birtingu eftirlitsniðurstaðna og nýjar reglur sem heimila birtingu niðurstaðna áburðareftirlits þegar þær liggja fyrir. Uppsöfnun kadmíums í jarðvegi og upptaka í korn, hey og búfé verða til umfjöllunar, auk heilsuspillandi áhrifa kadmíums á fólk ef slík uppsöfnun og upptaka á sér stað.

 

Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsendingu á vef Matvælastofnunar undir Útgáfa – Fræðslufundir. Þar verður einnig birt upptaka að fræðslufundi loknum.

 

Fyrirlesarar:

Valgeir Bjarnason, sérfræðingur áburðareftirlits hjá Matvælastofnun Ríkharð Brynjólfsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
Ólafur Reykdal,  verkefnastjóri hjá Matís

 

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði stofnunarinnar að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Allir velkomnir!

 

/SS