Beint í efni

Matvælaframleiðsla á krossgötum – MYNDBAND

09.03.2011

Á setningu Búnaðarþings 2011 var frumsýnt stutt myndband um matvælaframleiðslu í heiminum og þróun hennar. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, og hagfræðingarnir Daði Már Kristófersson og Erna Bjarnadóttir fjalla þar öll um misjöfn áhrif fólksfjölgunar, skort á ræktunarlandi og breytt loftslags- og ræktunarskilyrði á matvælaframleiðslu. Fjórir bændur koma fram í myndbandinu sem lýsa sinni sýn á þróun mála, þau Arnheiður Hjörleifsdóttir á

Bjarteyjarsandi, Stefán Geirsson í Gerðum, Georg Ottósson hjá Flúðasveppum og Sif Jónsdóttir á Laxamýri.

 

Það voru Bændasamtökin sem stóðu að framleiðslu myndbandsins í samvinnu við kvikmyndafyrirtækið Profilm.

 

Smelltu hér til þess að sjá þetta fína myndband:

http://www.bondi.is/pages/23/newsid/1283