
Maturinn, jörðin og við
11.03.2022
Dagana 7. og 8. apríl næstkomandi verður ráðstefnan Maturinn, jörðin og við haldin á Hótel Selfossi. Markmiðið með ráðstefnunni er að hvetja til upplýstrar umræðu um áskoranir í matvælaframleiðslu með hliðsjón af loftslagsmálum, heilsusjónarmiðum og fleiri áhrifaþáttum á neyslu og lífsstíl fólks. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum á samfélögu, byggð og atvinnulíf á landinu og þeim tækifærum sem við stöndum frammi fyrir.
Ráðstefnan er haldin af Auði Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Fundarstjórar verða Magnús B. Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar og Lilja Einarsdóttir, stjórnvarmaður í SASS.
Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér