Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Matur er mikils virði – nýir straumar og markaðssetning matvæla – UPPTÖKUR

13.05.2016

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efndi til ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 19. maí þar sem rýnt var í framtíð markaðssetningar og sölu á mat.

Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var Birthe Linddal, danskur sérfræðingur í framtíðarfræðum. Hún hélt erindi um strauma og stefnur í matargeiranum. Hvaða nýjungar eru í farvatninu og getur aukin vörumerkjavitund neytenda styrkt stöðu Íslands í framtíðinni? Eru spennandi útflutningstækifæri handan við hornið og hvernig geta íslenskir matvælaframleiðendur hagnýtt sér aukinn straum ferðamanna til landsins?

Til að ræða um framtíðina og nýjar leiðir við sölu og markaðssetningu á mat voru fleiri fyrirlesarar í Hörpu þennan dag. Athyglisverð erindi voru haldin um leiðir til að auka virði afurða, stefnu íslenskra fyrirtækja og sagðar reynslusögur af nýstárlegum aðferðum til að ná til neytenda.

Upptökur af fyrirlestrunum eru aðgengilegar hér á vefnum.

Dagskrá:
Kl. 12.00 Hádegishressing.
Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari í Hörpu og Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari á Mat & Drykk leiða saman hesta sína.

Kl. 12.30 Setning. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. - UPPTAKA 

Food trends towards 2025 - from food trends to successful innovation - UPPTAKA
- Birthe Linddal, framtíðarsérfræðingur.

Markaðssetning matvæla – hvert stefna íslensk fyrirtæki? UPPTAKA
- Guðný Káradóttir, forstöðumaður sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu

Leyndarmál íslenska þorsksins - UPPTAKA
– Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri hjá Skinney Þinganes

Meira fé fyrir sauðfjárafurðir - UPPTAKA
- Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda

Reynslusögur úr ýmsum áttum

Veitingastaðurinn Matur og drykkur – áhersla á upprunann - UPPTAKA 
– Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður

Bjórskóli Ölgerðarinnar – upplifun og matarferðaþjónusta - UPPTAKA
– Jarþrúður Ásmundsdóttir, Gestastofu Ölgerðarinnar

Blámar – hafsjór af hollustu - UPPTAKA
– Valdís Fjölnisdóttir og Pálmi Jónsson, eigendur Blámar

Eldum rétt – heilbrigðara líferni og bætt nýting matvæla - UPPTAKA
– Kristófer Júlíus Leifsson, stofnandi Eldum rétt

Vakandi – aðgerðir gegn matarsóun - UPPTAKA
– Rakel Garðarsdóttir, frumkvöðull

Ráðstefnustjóri er Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís.

Harpa – Silfurberg fimmtudaginn 19. maí kl. 12.00-16.00

Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér.