Beint í efni

Matreiðslu-kúabóndi ársins

16.02.2013

Þeir kunna að vekja á sér athygli sænskir kúabændur og nýverið lauk þar afar skemmtilegri keppni sem vakti verðskuldaða athygli. Kúabændurnir kepptu nefninlega sín á milli í matreiðslu en sigurvegarinn varð Börje Olofsson frá suður Kroneberg í Älmhult á Skáni. Börje, sem er með 70 kýr og situr m.a. í fulltrúaráði Arla, er afburða matreiðslumaður og var dómnefndin á einu máli um ótvíræðan sigur hans.

 

Sigurrétturinn var einkar góð karmellubaka með rauðum berjum sem óhætt er að mæla með, amk. ef tekið er mið af umsögn dómnefndarinnar. Hér er svo uppskriftin fyrir þá sem vilja feta í fótspor Börje:

 

Bakan:

125 gr smjör

1 dl haframjöl

3 dl hveiti

2 msk vatn

 

Karamella:

2 dl rjóma

2 dl ljóst síróp

2 dl sykur

2 tsk vanillusykur

100 g smjör

 

Framreiðsla:

3-4 dl rauð ber (t.d. rauðber (Vaccinium vitis-idaea), rauð vínber eða hindber)

Vanilluís

 

Svona gerir þú:

 

1. Bræddu smjörið fyrir bökuna, blandaðu saman við þurrefnum og vatni.

 

2. Mótaðu degið fyrir bökuna í form (u.þ.b. 24 cm í þvermál segir Börje) í bæði botn og hliðar. Láta standa í kæli í hálftíma. Stilla ofnin á 200 gráður og baka í 25 mínútur í neðri hluta ofnsins, taka svo út og láta standa.

 

3. Settu rjómann, sírópið og sykurinn í skaftpott og sjóddu saman í 10-15 mínútur. Prófaðu hvort karamellan verður mjúk með því að láta dropa í kalt vatn. Karamellan á ekki að fljóta út en þó verða mjúk. Þú getur einnig tryggt þetta segir Börje með hitamæli, en hann á að sýna 120 gráður. Taka svo af hitanum.

 

4. Hrærðu nú vanillusykurinn og smjörið saman við fyllinguna og látið kólna aðeins.

 

5. Helltu nú karmellufyllingu í bökuna og kælið svo í ísskáp.

 

6. Skreyttu bökuna með berjum fyrir framreiðslu og berðu svo fram með vanilluís.

 

Verði þér að góðu/SS.