Markaður fyrir mjólkurvörur stöðugur
26.04.2011
Undanfarnar vikur hefur verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði aðeins gefið eftir, en skýringin á því var rakin til jarðskjálftans í Japan. Nú hefur markaðurinn náð jafnvægi á ný að mati Sambands sænskra afurðastöðva í mjólk, Svensk Mjölk. Þar skiptir mestu máli að stærstu innflutningslönd mjólkurafurða í heiminum, þ.e. Kína, Rússland og Indland, hafa öll tiltölulega stöðuga eftirspurn eftir mjólkurvörum auk þess sem vörubirgðastaðan í heiminum er frekar lág um þessar mundir.
Svensk mjölk metur það svo að helsta óvissan varðandi þróun afurðaverðs á heimsmarkaði felist í stjórnmálaóstöðugleika í löndunum við Miðjarðarhafið. Vegna mikillar eftirspurnar, sem m.a. hefur tekið við töluvert aukinni mjólkurframleiðslu á heimsvísu sl. mánuði, hefur engu að síður haldið verðinu tiltölulega stöðugu enn sem komið er. /SS