Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Markaður fyrir drykkjarjógurt í miklum vexti

19.02.2016

Samkvæmt áætlun greiningarfyrirtækisins Technavio má búast við því að sala á jógúrtdrykkjum muni vaxa verulega í heiminum á komandi fjórum árum. Í dag er talið að viðskipti með drykkjarjógúrt nemi 3.500 milljörðum króna á ári í heiminum en Technavio telur að þessi viðskipti muni vaxa um 7% á þessu ári og um 8% á ári næstu fjögur árin. Þannig muni heildarviðskipti með jógúrtdrykki verða í kringum 5 þúsund milljarðar íslenskra króna árið 2020.

 

Umsvifamestu viðskiptin með drykkjarjógúrt í dag eru í Asíu og Eyjaálfu en tæplega 40% sölunnar eru þar í dag. Þessi markaður er talinn að muni standa undir 45% allra viðskipta með drykkjarjógúrt árið 2020. Aðrir áhugaverðir markaðir fyrir þessa mjólkurafurð eru taldir vera Rússland, Indland og Brasilía en það er helst fólk á aldrinum 20-35 ára sem virðast hafa mestan áhuga á drykkjarjógúrti í þessum framangreindu löndum/SS.