Beint í efni

Markaður fyrir drykkjarjógurt í miklum vexti

19.02.2016

Samkvæmt áætlun greiningarfyrirtækisins Technavio má búast við því að sala á jógúrtdrykkjum muni vaxa verulega í heiminum á komandi fjórum árum. Í dag er talið að viðskipti með drykkjarjógúrt nemi 3.500 milljörðum króna á ári í heiminum en Technavio telur að þessi viðskipti muni vaxa um 7% á þessu ári og um 8% á ári næstu fjögur árin. Þannig muni heildarviðskipti með jógúrtdrykki verða í kringum 5 þúsund milljarðar íslenskra króna árið 2020.

 

Umsvifamestu viðskiptin með drykkjarjógúrt í dag eru í Asíu og Eyjaálfu en tæplega 40% sölunnar eru þar í dag. Þessi markaður er talinn að muni standa undir 45% allra viðskipta með drykkjarjógúrt árið 2020. Aðrir áhugaverðir markaðir fyrir þessa mjólkurafurð eru taldir vera Rússland, Indland og Brasilía en það er helst fólk á aldrinum 20-35 ára sem virðast hafa mestan áhuga á drykkjarjógúrti í þessum framangreindu löndum/SS.