Beint í efni

Markaðsnefndin fundaði á Flúðum

31.08.2005

Í gær var haldinn fundur hjá Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins og að þessu sinni var fundurinn haldinn að Flúðum. Auk hefðbundinna fundarstarfa fóru markaðsnefndarmenn í heimsókn í tvö kúabú, annað með mjaltaþjónum og hitt með hefðbundum mjaltabás, en jafnframt var einn garðyrkjubóndi sóttur heim.