Beint í efni

Margir bændur heimsóttu grænfóðurtilraunareiti LBH

04.09.2001

Það voru margir bændur sem ákváðu að koma við á Hvanneyri í gær og skoða grænfóðurtilraunareiti Landbúnaðarháskólans. Á staðnum var dreift bæklingi um grænfóðurræktun og sá Dr. Ríkharð Brynjólfsson um leiðsögn um tilraunareitina.

Þá komu ennfremur allir nemendur skólans að skoða reitina svo að á tímabili var margt um manninn.

 

Í ljósi þess hve vel tókst til og að bændur frá Norður-, Vestur- og Suðurlandi komu hér við í boði LK og LBH, er ljóst að áframhald verður á þessari samvinnu.