Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Margir ætla að draga úr mjólkurframleiðslunni

03.10.2016

Þegar offramleiðsla mjólkur í Evrópusambandinu náði hámarki fyrr í ár með tilheyrandi lágu afurðastöðvaverði, var sett í gang sérstakt átaksverkefni til þess að draga úr framleiðslu mjólkur. Þetta verkefni gekk út á að bjóða sérstaka styrki til þeirra bænda sem vildu draga úr framleiðslu sinni miðað við fyrra ár og á það við um síðasta ársfjórðung þessa árs. Þeir bændur sem framleiða minna í ársfjórðinginum nú miðað við árið 2015 fá einfaldlega styrk á hvert kíló mjólkur sem um munar, alls 20 krónur á kílóið.

 

Nú er umsóknartími kúabændanna liðinn og liggur því fyrir hve margir sækja um í hverju landi. Afar misjafnt er á milli landa hve sótt er í þessa leið en t.d. sóttu 530 sænskir kúabændur um þennan styrk og 411 danskir. Fjöldi þessara bænda svarar til um 10% allra framleiðenda landanna. Þegar bændurnir sóttu um þurfti að gefa upp hve mikið þeir ætluðu að draga saman framleiðsluna og var það frá örfáum prósentum upp í 50%. Flestir þó nokkuð óverulega og t.d. sóttu dönsku bændurnir um  styrk fyrir tæplega 40 milljón lítra minni framleiðslu, þó það sé mikið magn á okkar mælikvarða er það ekki nema rétt um 0,5% af dönsku framleiðslunni. Í Frakklandi sóttu mun fleiri bændur um, eða nærri 25% allra framleiðenda. Í Belgíu sótti nærri þriðji hver bóndi um þennan styrk og í Þýskalandi um 10% líkt og í Svíþjóð og Danmörku/SS.