Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Margar kýr mjólkaðar í ágúst!

21.09.2011

Samkvæmt yfirliti frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) nam innvegin mjólk í ágúst sl. 10,6 milljónum lítra en á sama tíma í fyrra voru 10,0 milljónir lítra innvegnir til afurðastöðvanna og nemur aukningin í ár 5,4%. Þessi niðurstaða er sér í lagi ánægjuleg í ljósi þess að meðalafurðirnar lækkuðu í ágúst samkvæmt skýrsluhaldsupplýsingum BÍ og því ljóst að fleiri kýr eru mjólkaðar nú en í fyrra.
 
Það sem af er ári hefur heildarframleiðsla kúabúa landsins legið nokkuð undir framleiðslu síðasta árs en mikil aukning í ágúst vegur muninn verulega upp. Fyrstu átta mánuði ársins nam framleiðslan 85,3 milljónum lítra en í fyrra nam hún 85,8 milljónum lítra og er framleiðslan nú því 0,7% minni en á sama tíma í fyrra.
 
Þegar litið er til sölunnar síðustu 12 mánaða kemur fram að salan hefur aðeins tekið við sér á ný og sýna vöruflokkarnir rjómi, ostar og duft mestan framgang. Sala mjólkurvara á próteingrunni síðustu 12 mánuði var 114,0 milljónir lítra og sala á fitugrunni var 110,4 milljónir lítra. Greiðslumarkið nú er 116 milljónir lítra og því stefnir enn í sömu niðurstöðu og fyrr í sumar, þ.e. að skerða þurfi greiðslumark mjólkurinnar á komandi greiðslumarksári/SS.