Málþingið Ungt fólk og landbúnaður – stofnfundur Samtaka ungra bænda
20.10.2009
Málþingið Ungt fólk og landbúnaður og stofnfundur Samtaka ungra bænda verða haldin í Dalabúð, Búðardal föstudaginn 23. október n.k. Dagskráin hefst kl. 13 og er á þessa leið:
- Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson setur málþingið Ungt fólk og landbúnaður
- Tækifæri í sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi – Kristín Vala Ragnarsdóttir, forstöðumaður Umhverfis- og verkfræðisviðs Háskóla Íslands.
- Ungir bændur á Íslandi, þeirra eru tækifærin – Ingibjörg Sigurðardóttir, Háskólanum á Hólum.
- Kaffihlé
- Frá átaki til árangurs – Baldvin Jónsson verkefnisstjóri hjá Áform.
- Hvers vegna er spennandi að vera ungur bóndi? – Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands
Kl. 16.30 hefst síðan stofnfundur Samtaka ungra bænda
Að loknum fundi verða svo veitingar í boði nýstofnaðs félags.
Undirbúningsnefndin