Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Málþing um stöðu og horfur í lífrænum búskap á Íslandi

14.11.2014

Bændasamtök Íslands og VOR - verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap, í samvinnu við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið og Evrópustofu, halda málþing um stöðu og horfur í lífrænum búskap á Íslandi, í samræmi við ályktun Búnaðarþings 2014, miðvikudaginn 19. nóvember í Heklusal, Radisson Blu Hótel Sögu, 2. hæð, kl. 13-17.  Málþingið er opið öllum.

DAGSKRÁ:

13:00   Stjórnsýslan; lög og reglur um lífræna landbúnaðarframleiðslu, þar með um vottunarkerfið. Samskiptin við ESB. Stefna og viðhorf íslenskra stjórnvalda til aðlögunarstuðnings o.fl. til eflingar lífræns búskapar. 
Halldór Runólfsson, Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu

13.25  Þróun lífræns landbúnaðar í ESB, drög að nýrri reglugerð um lífræna landbúnaðarframleiðslu og svigrúm til sveigjanleika í framleiðslureglum vegna svæðabreytileika  í Evrópu.
Serge Massart, Policy Officer, Organic Farming International, DG Agri, EU, Brussels

14:00  Þáttur lífræns búskapar í íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Samkeppnisstaða á búvörumarkaði, m.a. gagnvart innflutningi. Staða og horfur.
Erna Bjarnadóttir, Bændasamtökum Íslands

14: 20  Hvers vegna velja íslenskir neytendur lífrænt vottaðar afurðir?  Tengslin við Slow Food. Vaxandi markaður, þróunin í vinnslu-og markaðsmálum hér á landi.
Eygló Björk Ólafsdóttir, Vallanesi (Móðir Jörð ehf ), VOR - verndun og ræktun

14:40  Nýbreytni í garðyrkju-og ylræktarkennslu í þágu lífrænnar framleiðslu hér á landi. 
Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum í Ölfusi

15:00  Kaffihlé

15:30  Sóknarfæri í lífrænum búskap. Séð og heyrt í Danmörku á liðnu vori. Framtíðarsýn.
Einar Freyr Elínarson, Sólheimahjáleigu, Samtökum ungra bænda

15:50  Starfsumhverfi  bænda í lífrænum búskap hér á landi og tengsl þeirra við neytendur. Endurreisn Fagráðs í lífrænum búskap og staða lífrænna bænda (VOR) innan Bændasamtaka Íslands.
Guðfinnur Jakobsson, Skaftholti, VOR - verndun og ræktun

16:10 - 17.00  Pallborðsumræður

Fundarstjóri:  Sigurgeir Þorgeirsson, Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu