Málstofa um verkefnið ”Orsakir kálfadauða”
28.10.2008
Á árunum 2006-2007 var gerð viðamikil rannsókn á orsökum ungkálfadauða sem verið hefur viðvarandi vandamál í íslenskri nautgriparækt. Að verkefninu stóðu sameiginlega Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarstofnun. Þá var einnig samvinna við búnaðarsamböndin á þeim svæðum sem rannsóknin náði til og einnig við Rannsóknarstöð Háskólans í meinafræði að Keldum um ákveðna verkþætti. Rannsóknin var margþætt og fól í sér alls 6 undirverkefni.
Orsakir kálfadauða hjá fyrsts kálfs kvígum
Kálfadauði og áhrifaþættir fóðrunar
Áhrif verkunar á E-vítamín í heyi
Burðaratferli íslenskra kúa og smákálfadauði
Áhrif selenáburður í túnrækt og byggrækt
Áhrif erfðaþátta á kálfadauða
Nú í lok nóvember eða nánar þann 28. nóvember verður haldin málstofa þar sem meginniðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar og þær síðan gefnar út í sérstöku riti frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Á málstofunni verða haldin 7 erindi sem öll fjalla um niðurstöður úr rannsókninni og auk þess mun Dr. John Mee sérfræðingur frá Írlandi flytja yfirlitserindi um viðfangsefnið en hann er þekktur fræðimaður á þessu sviði.
Málsstofan verður haldin í húsakynnum Bændahallarinnar og hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 16.00. Málstofna er öllum opin, þátttökugjald er 3500.- sem greiðast við skráningu hjá Endurmenntun LbhÍ, í síma 433 5000/ 433 5033 eða um netfangið endurmenntun@lbhi.is Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 26. nóvember.