Málstofa um danska kvótamarkaðinn – 27. apríl kl. 9-15.30
26.04.2010
Í framhaldi af aðalfundarsamþykkt LK um kvótamarkað, verður haldin málstofa um danska kvótamarkaðinn þriðjudaginn 27. apríl kl. 9-15.30 að Bitruhálsi 1 í fundarsal á 1. hæð. Þar munu Herluf D. Christensen og Hans Kristiansen frá Mælkeudvalget í Danmörku kynna danska kvótamarkaðinn sem starfræktur hefur verið um nokkurra ára skeið. Málstofan fer fram á ensku. Allir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.
Drög að dagskrá eru hér.