Beint í efni

Málstofa: Orsakir kálfadauða – 28. nóvember

29.10.2008

Niðurstöður viðamikilla rannsókna um orsakir kálfadauða hér á landi verða kynntar á Hótel Sögu, föstudaginn 28. nóvember næstkomandi.

Á árunum 2006-2007 var gerð viðamikil rannsókn á orsökum ungkálfadauða með stuðningi frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Að verkefninu stóðu sameiginlega Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarstofnun (nú Matvælastofnun). Þá var einnig samvinna við búnaðarsamböndin á þeim svæðum sem rannsóknin náði til og við Rannsóknarstöð Háskólans í meinafræði að Keldum. Rannsóknin var margþætt. Niðurstöður þessara rannsókna verða kynntar á málstofunni.


Dagskrá
10:00
Setning málstofu

10:10 Erindi um ungkálfadauða
Dr. John Mee, Principal Vet. Research Officer
Teagasc - Irish Agriculture and Food Developement Autority

10:40 Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum
Magnús B. Jónsson,  Sigurður Sigurðsson og Hjalti Viðarsson

11:00 Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum - niðurstöður krufninga
Sigurður Sigurðsson, Ólöf Sigurðardóttir,
Hjalti Viðarsson og Magnús B. Jónsson

11:20 Fóðrun í geldstöðu og ungkálfadauði
Grétar Hrafn Harðason og Magnús B. Jónsson

11:40 Fyrirspurnirog almennar umræður

12:20 Hádegishlé

13:20 Burðaratferli íslenskra kúa
Snorri Sigurðsson og Helgi Björn Ólafsson

13:40 Áhrif verkunar og geymslu á E-vítamín í rúlluheyi
Bjarni Guðmudsson og Bragi Líndal

14:00 Áhrif selenáburðar á efnainnihald í túngrösum og byggi
Ríkharð Brynjólfsson

14:20 Áhrif erfðaþátta á kálfadauða
Jón V. Jónmundsson og Magnús B. Jónsson

14:50 Fyrirspurnir og almennar umræður

15:30 Málstofuslit / Kaffiveitingar

Málstofan er öllum opin en mikilvægt er að skrá sig fyrir 26. nóvember hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands í síma 433 5000/ 433 5033 eða um netfangið endurmenntun@lbhi.is. Þátttökugjald er kr. 3500.- sem greiðist á reikning Landbúnaðarháskólans nr. 1103-26-4237, kt. 411204-3590 við skráningu. Þátttakendur fá sent rit erinda eftir málstofuna.