Makaferð á aðalfundi LK
23.03.2011
Yara á Íslandi og Benedikt Hjaltason standa fyrir skemmtiferð fyrir maka aðalfundarfulltrúa og aðra gesti fundarins á laugardaginn 26. mars. Lagt verður af stað frá Hótel KEA kl. 13.00 og áætluð heimkoma er kl. 16.30. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hjá skrifstofustjóra fundarins á fundinum sjálfum eða með rafpósti á lk@naut.is fyrir kl. 12.00 miðdegis á laugardaginn.