Beint í efni

Maísverð fellur

20.11.2008

Maísverð á hrávörumarkaði LIFFE-Euronext í París hefur fallið umtalsvert í dag eða um 3,5-4 evrur tonnið, það er 2,8-3,3%. Eru það meiri lækkanir sem sést hafa á einum degi í nokkurn tíma. Verð á maís til afhendingar í janúar 09 er nú 117,5 EUR/tonn (20.680 kr) og hefur lækkað um 4 EUR frá því í gær. Framvirkir samningar til afhendingar í mars 09 hljóða upp á 120 EUR/tonn (lækkun um 3,50) og verð fyrir júní 09 er 122,5 EUR/tonn (21.560 kr, m.v. gengi EUR 176 ISK). Hægt er að fylgjast með verðinu á heimasíðu LIFFE, einungis þarf að koma sér upp notendanafni og lykilorði. Aðgangur er ókeypis og eru áhugamenn um hrávöruverð hvattir til að notfæra sér hann. Þarna er verið að höndla með mikilvægustu hráefnin til kjarnfóðurgerðar.

Einnig er hægt að fylgjast með verði á hveiti. Verð á fóðurhveiti til afhendingar í janúar 09 er 95,5 GBP fyrir tonnið (19.929 ISK m.v. gengi SÍ sem er 208,68). Tilsvarandi verð á fóðurhveiti til afhendingar í mars og júní er 98,5 og 101,5 GBP/tonn.

 

Að auki er að finna á vef þessum verð á kakói, sykri, kaffi, rapsolíu, hveiti til matar o.fl.