Magnús B. Jónsson nautgriparæktarráðunautur sjötugur
24.08.2012
Magnús B. Jónsson, nautgriparæktarráðunautur Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri er 70 ára í dag. Magnús hefur starfað í áratugi þágu landbúnaðarins og íslenskra bænda, lengst af sem skólastjóri og kennari við Bændaskólann á Hvanneyri, nú Landbúnaðarháskóli Íslands, en einnig sem forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins og héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Síðustu ár hefur hann gegnt stöðu landsráðunautar í nautgriparækt hjá Bændasamtökum Íslands.
Landssamband kúabænda óskar Magnúsi og fjölskyldu hans allra heilla á þessum tímamótum.
Baldur Helgi Benjamínsson
Framkvæmdastjóri LK