Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Magnús B. Jónsson nautgriparæktarráðunautur sjötugur

24.08.2012

Magnús B. Jónsson, nautgriparæktarráðunautur Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri er 70 ára í dag. Magnús hefur starfað í áratugi þágu landbúnaðarins og íslenskra bænda, lengst af sem skólastjóri og kennari við Bændaskólann á Hvanneyri, nú Landbúnaðarháskóli Íslands, en einnig sem forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins og héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Síðustu ár hefur hann gegnt stöðu landsráðunautar í nautgriparækt hjá Bændasamtökum Íslands.

 

Landssamband kúabænda óskar Magnúsi og fjölskyldu hans allra heilla á þessum tímamótum.

 

Baldur Helgi Benjamínsson

Framkvæmdastjóri LK