Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Magnús B. Jónsson hlýtur heiðursviðurkenningu LK 2013

22.03.2013

Magnús B. Jónsson hlýtur heiðursviðurkenningu Landssambands kúabænda 2013. Magnús er bændum landsins að góðu kunnur enda starfað í þágu bænda í áratugi sem bæði skólastjóri á Hvanneyri og sem ráðunautur.

 

Magnús lauk prófi úr Framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri vorið 1963 og í kjölfarið réðst hann til starfa hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Sumarið 1964 hélt hann til Noregs í framhaldsnám og kom svo til baka árið 1970 og hóf þá þegar störf á ný hjá Búnaðarsambandi Suðurlands.

 

Magnús var ráðinn skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri árið 1972 og gegndi því starfi til ársins 1984, og tók þá að sinna fagi sínu á ný, bæði nautgriparæktinni en einnig loðdýraræktinni. Árið 1992 tók hann aftur við skólastjórn og varð síðan rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri frá árinu 2000. Því starfi gengdi hann til ársloka 2004.

 

Eftir það kastað hann sér á fullu í málefni nautgriparæktarinnar sem Landsráðunautur Bændasamtaka Íslands og því starfi gegndi hann fram á síðasta ár er hann lét af störfum/SS.