Mæling grasþroska að hefjast
06.06.2006
Í dag voru tekin víða um land fyrstu grassýnin á þessu sumri. Orku- og próteingildi sýnanna verða metin og birt á vef BÍ, www.bondi.is vikulega, næstu 5-6 vikurnar. Kúabændur eru hvattir til að fylgjast grannt með þroskaferli túngrasanna, því hafi nokkurn tímann verið mikilvægt að mjög vel takist til með heyöflun, þá er það nú.