Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Mæla frumutöluna með iPhone

09.10.2013

Á hverjum degi bætast við nýjungar á tæknisviðinu innan nautgriparæktarinnar og er sérstaklega mikil þróun innan allskonar tölvubúnaðar. Nú geta bændur sem eiga iPhone t.d. keypt sér frumugreini fyrir símann! Tæki þetta, sem kostar 1.999 dollara í vefverslun (um 240 þúsund íkr) greinir mjólkursýnið á staðnum og telur frumurnar með áþekkri tækni og gert er á rannsóknastofu svo bið eftir niðurstöðum þaðan verður brátt óþörf.

 

Hvert sýni er dregið upp í þar til gerðar umbúðir og inn í sýnið sprautað hvata sem svo gerir það að verkum að tækið, í samvinnu við hugbúnað símans, getur talið frumurnar og birtir niðurstöðuna á skjánum um leið. Hver svona prufa kostar um 450 íkr (3,75 dollara) í dag. Samhliða talningunni birtast á skjánum ráðleggingar og einskonar áhættumat á því hvort um júgurbólgu sé að ræða. Hafi einhver áhuga að að kynna sér málið nánar má benda á heimasíðu fyrirtækisins Dairy Quality Inc en fyrirtækið er með vefverslun: www.dairyquality.com/SS.