Beint í efni

Maður lést í dælubrunni í Danmörku

28.08.2012

Hollensku karlmaður lést í Danmörku í síðustu viku þegar hann var að vinna við haugdælu í brunni. Dælan hafði bilað og fór maðurinn ofan í brunninn til þess að koma böndum á dæluna og ná henni upp. Ofan í brunninum var hinsvegar takmarkað súrefni og missti hann skjótt meðvitund. Þrátt fyrir skjót viðbrögð bróður mannsins varð honum ekki bjargað.

 

Þetta hræðilega slys minnir enn á hve brýnt það er að lofta vel út þegar unnið er í námd við mykju og ef farið er ofan í brunna á að tryggja gott flæði súrefnis ofan í brunninn. Einnig er alltaf ráðlagt að vera með öryggsisnúru festa við þann sem fer ofan í brunn og að hafa aðstoðarfólk tilbúið ofan við viðkomandi brunn fari illa/SS.