Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Lyf sem dregur úr myndun ammoníaks!

29.11.2018

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, heimilaði nýverið notkun á nýju lyfi sem hefur reynst afar vel til þess að draga úr myndun á ammoníaki hjá nautgripum! Um er að ræða lyfið Experior frá lyfjafyrirtækinu Elanco en rannsóknir á notkun þess sýna að sé nautgripum gefið lyfið þá er myndun ammoníaks frá mykju nautgripanna minni en sé þeim ekki gefið þetta lyf. Ammoníak hefur sem kunnugt er neikvæð umhverfisáhrif en veldur einnig lyktarmengun, auk þess sem ammoníak veldur særindum í augum og öndunarvegi hjá bæði mönnum og dýrum sé það í miklu magni.

Þetta lyf var prófað á 4 þúsund nautgripum og kom í ljós að notkun þess hafði engin áhrif á gripina sem slíka né gæði eða öryggi afurðanna. Ekki kemur fram í fréttatilkynningu um bandaríska leyfið hvernig lyfið hefur þessi áhrif á ammoníakmyndunina né heldur hve mikið dregur úr myndun ammoníaks við notkun þess/SS.