Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Lundarfar kúa hefur áhrif á afurðasemina

21.08.2015

Kýr sem eru með góða og rólega lund eru afurðasamari en hinar sem eru skapmeiri eða taugaveiklaðar, sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sænska háskólann í Lindköping og greint hefur verið frá í Journal of Dairy Science. Þetta eru reyndar ekki mikil tíðindi, enda þekkja væntanlega flestir bændur þetta samhengi en líklega er þetta í fyrsta skipti sem tekst að færa sönnur á þessi gömlu reynsluvísindi.

 

Rannsóknin, sem þessar niðurstöður byggja á, var gerð á 56 sænskum Holstein og SRB (sænskar rauðar) kúm hjá Vreta bændaskólanum rétt utan við Lindköping. Vísindamennirnir fylgdust með atferli kúnna við mjaltir og í fjósinu og báru svo saman við afurðasemina og viti menn, í ljós kom að beint samhengi var á milli skapferlis og afurða. Til viðbótar er mun meiri vinna við kýr sem eiga við slæma lund að stríða svo það er allt að vinna með því að rækta upp skapgóðar kýr.

 

Þetta hefur einnig verið stór ræktunarþáttur með Holstein kýr undanfarna áratugi, enda er það svo í dag að miðað er við erlendis að séu fleiri en 1 kýr af 50 sem lyfta fæti við mjaltir þá er talað um skapgerðarvandamál í viðkomandi fjósi. Vart þarf að nefna að ef nota þarf sparkvörn í slíku fjósi, svo ekki sé talað um heftingu, er ástandið talið mjög alvarlegt. Í dag heyrir reyndar til algerra undantekninga að kúabændur, sem eru með Holstein kýr, eigi yfirhöfuð sparkvörn og handverkið að hefta kýr er á miklu undanhaldi/SS.