Lokadagur styrkumsókna um jarðabætur eða þróunaverkefni
30.09.2010
Dagurinn í dag, fimmtudagurinn 30. september, er síðasti dagurinn sem bændur hafa til þess að senda inn styrkumsóknir um jarðabætur eða þróunarverkefni. Eins og áður hefur verið kynnt hér á síðunni er hægt að sækja um stuðning við verkefni vegna jarðræktar s.s. tún- og grænfóðurræktar, auk kornræktar en veittir eru styrkir úr Jarðræktarsjóði samkvæmt búnaðarlagasamningi, samningi um starfskilyrði mjólkurframleiðslu (og sauðfjárræktar). Þá er hægt að sækja um styrki vegna viðhalds framræslu og
kölkunar á túnum auk þess að veittir eru styrkir til aðlögunar að lífrænum búskap. Við bendum bændum á að nýta sér þjónustu búnaðarsambandanna ef á aðstoð við umsóknir þarf að halda.