Loka Rússar á íslenskan innflutning?
20.07.2015
Í liðinni viku komst upp um smygl á kjöti til Rússlands, en kjötið var stöðvað við tollaskoðun á landamærunum við Litháen. Um var að ræða landbúnaðarvörur sem áttu að vera frá Sviss og því heimilar samkvæmt ákvæðum Rússlandsstjórnar, en í ljós kom að vörurnar voru frá Hollandi. Þá fullyrða Rússar að af 40 íslenskum upprunavottorðum sem borist hafi landinu frá áramótum, þá hafi 39 þeirra verið fölsuð! Vegna þessa íhuga nú rússnesk yfirvöld að loka á þennan möguleika á innflutningi til landsins.
Alls hafa verið flutt til Rússlands um 1.800 tonn af matvörum, frá því um áramótin, með þeirri innflutningsleið sem er opin fyrir vörur frá Sviss og Íslandi/SS.