Beint í efni

Lögreglan stöðvar mjólkursölu með vopnum!

23.08.2011

Lögregluyfirvöld í bandaríska fylkinu Kalíforníu hafa nú í nokkurn tíma safnað nauðsynlegum gögnum gegn fyrirtækinu Rawsome foods og eiganda þess James Stewart vegna meintrar ólöglegrar sölu fyrirtækisins á ógerilsneyddri mjólk. Fyrr í mánuðinum var svo farið í aðgerð gegn þessu fyrirtæki og þustu vopnaðir lögreglumenn að sölumönnum mjólkurinnar!

 

Alls var James kærður fyrir 13 brot á bandarískri löggjöf s.s. vegna sölu á ógerilsneyddri geitamjólk, ostum, jógúrti og fleiri afurðum en með öllu er óheimilt að selja ógerilsneyddar mjólkurvörur í Kalíforníu. Þar sem þessi aðgerð lögreglunnar er ekki sú fyrsta gegn Rawsome foods og James, fékk hann hraustlega sekt að þessu sinni eða alls 123 þúsund dollara sem svara til um 14 milljóna íslenskra króna/SS.