Beint í efni

Lögð til hækkun á greiðslumarki upp í 112-113 milljónir lítra

31.05.2005

Á fundi stjórnar LK í gær var rætt um greiðslumark næsta verðlagsár en samkvæmt útreikningum SAM, sem taka tillit til söluspáa og söluþróunar mjólkurafurða á liðnum misserum, ætti greiðslumarkið að vera 110 milljónir lítra, ef miðað er við óbreytta aðferð við útreikninga á greiðslumarki. Stjórn LK taldi eðlilegra með hliðsjón af breyttum mjólkursamningi að miða

útreikninga á greiðslumarki við próteinþörf mjólkuriðnaðarins. Með þessari aðferð myndi greiðslumarkið því hækka úr 106 milljónum lítra í 112-113 milljónir lítra eða um 5,7-6,6%. Aldrei fyrr hefði greiðslumark hækkað jafn mikið á milli verðlagsára en eigi að síður væru allar líkur á því að einstakir framleiðendur fengu greitt fyrir umframmjólk úr uppgjörinu vegna ónýtts framleiðsluréttar.

 

Þess ber að geta að þessi aukning á greiðslumarki hefði engin áhrif á beingreiðslur frá ríkinu, enda eru þær frá og með 1. september næstkomandi óháðar breytingum á greiðslumarki og miðast eingöngu við fast magn, 105 milljónir lítra.

 

Jafnframt var á fundinum rætt um að breyta skipulagi á A-, B- og C-greiðslum en vegna hækkunartillagna á greiðslumarkinu m.a. vegna breyttra viðmiða við útreikning þess, var ákveðið að ekki verði breytt skipulagi á A-, B- og C-greiðslum á næsta verðlagsári.

 

Það er svo Framkvæmdanefnd um búvörusamning sem gerir endanlega tillögu um málið til landbúnaðarráðherra, sem gefur út reglugerð.