Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Loftslagsvænn landbúnaður stækkar

29.06.2021

Þessa dagana er auglýst eftir 15 búum í nautgriparækt til þess að taka þátt í „Loftslagsvænum landbúnaði,“ verkefni sem miðar að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan undirrituðu samning fyrr í mánuðinum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið um að stækka verkefnið og bjóða fimmtán búum í nautgriparækt að hefja þátttöku í haust. 

Nýir þátttakendur fá fjölþætta ráðgjöf

Þátttakendur gera skriflega aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn, hrinda  loftslagsmarkmiðum í framkvæmd og eru virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausunum. Þátttakendur fá heildstæða ráðgjöf, fræðslu og aðhald frá RML, Landgræðslunni og Skógræktinni. Auk þess fá búin þátttökustyrk, styrk til efnagreininga og þegar líður á verkefnið aðgerða- og árangurstengdar greiðslur.

Í dag eru 27 sauðfjárbú í verkefninu, öll í gæðastýrðri sauðfjárrækt, staðsett víðs vegar á landinu. Öll hafa sett sér aðgerðaáætlun og eru byrjuð að vinna að loftslagsvænum markmiðum. Bændur í nautgriparækt er boðnir velkomnir í hópinn.

Hafið samband við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Áhugasamir um þátttöku geta sótt um á vefsíðu RML, www.rml.is, eða haft samband við Berglindi Ósk Alfreðsdóttur, verkefnastjóra, í síma 516-5000 eða á berglind@rml.is

Auglýsing - pdf