Beint í efni

LK minnir á umsóknir um gripagreiðslur

22.09.2006

Landssamband kúabænda vill minna þá bændur sem ekki eru handhafar beingreiðslna vegna mjólkurframleiðslu en eiga rétt á gripagreiðslum, skv. reglugerð nr. 567/2006 þar um, að senda umsókn þar að lútandi til Landbúnaðarstofnunar nú þegar, hafi þeir ekki gert slíkt. Fyrstu gripagreiðslur verða greiddar út þann 1. nóvember n.k. og til að svo megi verða, þarf umsókn að hafa borist a.m.k. mánuði fyrr.

Þá skal einnig minnt á að til að greiðslugrunnur búsins sé réttur, þurfa skil á upplýsingum úr hjarðbókum að vera í fullkomnu lagi. Þetta gildir einnig um skil á mjólkurskýrslum, þar sem upplýsingar úr þeim eru færðar í MARK, sem er sá gagnagrunnur sem gripagreiðslur byggja á.

 

Umsóknareyðublöð vegna gripagreiðslna má nálgast hér, á heimasíðu Landbúnaðarstofnunar, www.lbs.is eða hjá stofnuninni sjálfri, Austurvegi 64, 800 Selfoss, sími þar er 530 4800.