LK leggur til að ákveðið verði sem fyrst með kaup á umframmjólk
28.09.2005
Landssamband kúabænda hefur sent til Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði erindi um að ákveðið verði sem fyrst með kaup á umframmjólk á þessu verðlagsári. LK hefur jafnframt sent öllum leiðbeiningamiðstöðvum erindi um átak í fóðrunarleiðbeiningum, enda þegar ljóst að mjólkurframleiðslan þarf að aukast verulega. Nánar er hægt að lesa um þessi mál og fleiri í 3. fundargerð stjórnar LK hér á vefnum.