Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ljósmyndasýning í safnaðarheimili Akureyrarkirkju

16.09.2011

Þessa dagana sendur yfir sýning á ljósmyndum franska búnaðarljósmyndarans Bruno Compagnon, af íslenskum nautgripum og öðru búfé í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Myndirnar hefur Bruno tekið á ferðum sínum um Ísland undanfarin tvö ár. Myndirnar voru einnig til sýnis í vor í Norræna húsinu í Reykjavík. Þessa dagana er hann hér á landi til að ljósmynda göngur og réttir, þá munu Grímsstaðir á Fjöllum hafa verið myndaðir ítarlega, í ljósi skyndilegs áhuga erlendra fjárfesta á þeirri ágætu jörð. Bruno hefur starfað sem ljósmyndari hjá frönskum búnaðarblöðum síðan 1988 og hefur myndefnið aðallega tengst kúabændum og nautgripum á þeim tíma. Þá hefur hann gefið út ljósmyndabókina „Kýrnar okkar“ (fr. Nos Vaches) en í henni er að finna myndir af öllum kúakynjum Frakklands. Bókin sú er m.a. fáanleg í vefverslun Amazon.  

Safnaðarheimili Akureyrarkirkju er opið daglega frá kl. 9-17 og er aðgangur ókeypis. Sýningin verður opin næstu vikur. Stuðningsaðilar eru Landssamband kúabænda og bílaleigan Geysir./BHB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bruno Compagnon við verk hans í safnaðarheimilinu