Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

”Litlu” sláturhúsin stríða þeim stærri

12.04.2012

Í Svíþjóð hefur orðið mikil fjölgun af sk. minni sláturhúsum síðustu 2 árin, en það eru sláturhús sem þurfa ekki að uppfylla sömu kröfur Evrópusambandsins og hin stærri. Sem dæmi má nefna að minni sláturhúsin þurfa ekki að vera með dýralækna stöðugt við slátrun, heldur er nóg að dýralæknir komi og skoði dýrin í rétt fyrir slátrun og framkvæmi svo kjötskoðun eftir slátrun. Þá þurfa hin minni sláturhús heldur ekki að uppfylla sömu kröfur um umhverfismál og hin stærri.

 

Í dag eru um 50 slík sláturhús í Svíþjóð og hafa þau náð umtalsverðum árangri á markaðinum og hafa nú samtök hinna stærri sláturhúsa farið fram á það við hið opinbera að herða kröfurnar á hin minni sláturhús! Ósk um þetta kemur ekki á óvart en þar sem heimildin byggir á reglum Evrópusambandsins er trúlegt að erfitt verði fyrir sænsk yfirvöld að gera aukalegar kröfur á hendur minni sláturhúsum. Þess má til fróðleiks geta að þessi litlu sláturhús slátra að jafnaði um 20-25 nautgripum á viku/SS.