Beint í efni

Lítil eftirspurn eftir greiðslumarki

26.05.2005

Samkvæmt nýju yfirliti Bændasamtaka Íslands hefur eftirspurn eftir greiðslumarki verið mjög lítil sl. mánuð. Þetta er ekki óalgeng staða á þessum árstíma en heildarviðskipti á líðandi verðlagsári eru þó með minna móti miðað við fyrri ár, en alls hafa 3.933.058,- lítrar skipt um eigendur á verðlagsárinu. Meðalverð á viðskiptum með síðustu 500 þúsund lítra er nú kr. 393,-/ltr.