Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Litháen: ostur fær upprunavernd

28.08.2019

Í Litháen er framleiddur afar sérstakur ostur sem heitir Dziugas og er m.a. sérstakur fyrir þær sakir að hann er látinn þroskast í 100 mánuði eða átta ár áður en hann fer í sölu! Þessi framleiðsluaðferð er afar gömul og hefur nú fengið sérstaka upprunavernd Evrópusambandsins sem þýðir með öðrum orðum að sambærilegan ost megi ekki framleiða og selja nema hann komi einmitt frá Litháen.

Það er afurðafyrirtækið Žemaitijos Pienas, sem er staðsett í Telsiai, sem framleiðir þennan sérstaka ost og hefur því gengið afar vel að markaðssetja og selja ostinn í sérvöruverslunum með osta. Hjá Žemaitijos Pienas, sem var stofnað árið 1924, starfa í dag um 1.300 starfsmenn en afurðafyrirtækið framleiðir ýmsar aðrar mjólkurvörur en osturinn Dziugas er þó aðalsmerki þess/SS.