Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Líterinn seldur á 530 krónur!

22.01.2016

Hún Solveig Johansson, kúabóndi við Hjortsjö skammt vestan við Växjö í Suður-Svíþjóð, komst í sænska fjölmiðla í vikunni en umfjöllunarefnið var hið einstaklega háa verð sem hún fær fyrir mjólkina sína. Solveig þessi framleiðir og selur mjólk beint í verslanir og byggir söluna á sérstöðunni sem greint er frá hér síðar í greininni. Neytandinn veit nákvæmlega hvaðan mjólkin kemur kostar dropinn í samræmi við það, en mjólkurlíterinn er seldur á 35 sænskar krónur eða í kringum 530 íslenskar krónur og það sem etv. virkar merkilegt þá fá færri en vilja!

 

Nú eru all margir sem selja mjólk beint víða á Norðurlöndunum en þá er um að gera að vera með sérstöðu og hana hefur Solveig enda eru allar kýrnar hennar hvítar, grönóttar fjallakýr eins og þær kallast í Svíþjóð en Solveig byrjaði að safna þessum sérstöku kúm til bús síns árið 1998. Árið 2009 var fjöldinn orðinn nægur og framleiðslan eftir því svo hún gat komið sér upp heimavinnslu en í dag er hún með sína eigin afurðastöð þar sem hún framleiðir bæði drykkjarmjólkina áðurnefndu og osta. Sérstaðan stoppar þó ekki við upprunavottunina og að mjólkin sé frá þessum fallegu kúm heldur þá er mjólkin einnig einungis seld pökkuð í glerflöskur. Neytendur hafa tekið einstaklega vel við mjólkurvörum frá Solveig þrátt fyrir margfalt hærra verð en almennt stendur neytendum til boða frá einhverjum af hinum stóru afurðafyrirtækjum í landinu/SS.