Beint í efni

Lífrænu búin stærri

10.09.2012

Í Svíþjóð er töluverður fjöldi af kúabúum í lífrænni ræktun. Þar, líkt og í Danmörku, vekur athygli að þessi bú eru að jafnaði all nokkuð stærri en bú sem eru í hefðbundinni ræktun. Jordbruksverket, Landbúnaðarstofnun Svíþjóðar, birti nýverið uppgjör sitt á þessu sviði. 14% mjólkurkúa landsins eru skráðar á lífrænum búum og fram kemur að á meðan meðal kúabúið er með 147 gripi á húsi þá eru lífrænu búin með 167 gripi.

 

Enn meiri munur er á búunum sem eru sérhæfð í nautakjötsframleiðslu en 32% holdakúnna eru á lífrænum búum. Þar var meðalfjöldi gripa á búunum í lífrænu framleiðslunni 71 dýr, en 46 á hinum búunum/SS.