Beint í efni

Lífrænt vottuð kúabú framleiða yfir 1 milljón lítra hvert

01.06.2010

Dönsk mjólkurframleiðsla hefur nú náð nýjum hæðum, eftir að lífrænn hluti heildarsölu drykkjarmjólkur fór yfir 35% árið 2009, sem var metár. Ef horft er til heimsframleiðslunnar eru einungis þýskir kúabændur með meiri framleiðslu á landsgrunni.

 

Mjólk frá lífrænt vottuðum dönskum kúabúum nam á síðasta ári 453 milljónum kílóa eða um 9,6% af heildarframleiðslunni og er

það um 5% aukning frá fyrra ári. Til samanburðar má geta þess að lífrænt vottuð mjólk í Þýskalandi er um 2% af framleiðslunni og á Íslandi vel innan við 1%.

 

Rétt um 400 kúabú í Danmörku eru lífrænt vottuð og er meðalframleiðsla hvers þeirra því rúmlega 1 milljón lítrar á ári.

Í Danmörku er nú þriðji hver seldur mjólkurlítri frá lífrænt vottuðum kúabúum, sem þýðir að stærstur hluti hrámjólkurinnar frá umræddum lífrænu kúabúunum fer beint í drykkjarmjólk.

 

Byggt á frétt af www.landbrugsavisen.dk