Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Lífrænt mjólkurduft í sókn

13.09.2017

Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir sérvörum sem unnar eru úr mjólk vaxið jafnt og þétt og ein þessara vara er mjólkurduft sem unnið er úr lífrænt vottaðri mjólk. Samkvæmt nýlegri rannsókn bandarískra ráðgjafafyrirtækisins Future Markets Insigths stefnir í að markaðsverðmæti slíks mjólkurdufts í alþjóðlegum viðskiptum muni nema nærri 300 milljörðum íslenskra króna á ári, innan næstu 10 ára.  Þessi sérhæfða eftirspurn helst í hendur við vaxandi áhuga neytenda á uppruna varanna og auknum áhuga ólíkra verslana að ná sérstöðu með því að selja sérstakar mjólkurvörur. Víða erlendis hefur t.d. komist í tísku að nota drykkjarmjólk sem aðdráttarafl í búðirnar og þá sér í lagi með því að votta mjólkina með einum eða öðrum hætti. Sem dæmi má nefna drykkjarmjólk frá kúm á lífrænt vottuðum búum, frá kúm á beit, frá kúm sem fá bara hey, frá kúm sem er beitt til fjalla, frá kúm sem fá bara fóður sem ekki getur innihaldið erfðabreytt fóður og svona má lengi telja.

Hingað til hefur eftirspurnin verið mest eftir drykkjarmjólk, smjöri og helstu ferskvörum en aðrar mjólkurvörur hafa unnið á jafnt og þétt. Nú stefnir  því í að vöruúrvalið muni stóraukast á komandi árum samhliða aukinni framleiðslu á mjólk með vottaðann uppruna með einum eða öðrum hætti/SS.