Beint í efni

Lífræn mjólk í Sviss fellur í verði

07.07.2014

Það hefur gengið hálf brösuglega að halda uppi verðmun á lífrænt framleiddri mjólk í Sviss og hefðbundinni undanfarin ár og hefur verðmunurinn dregist saman ár frá ári. Í árslok 2012 var munurinn á útsöluverði hvers líters 23 krónur en í árslok 2013 var þessi munur kominn niður í 17 krónur.

 

Það sem af er þessu ári hefur svo verðmunurinn haldist áfram að dragast saman og var í byrjun mars 11 krónur. Skýringin á þessum fallandi verðmun gæti legið í þverrandi verðþoli lífrænu mjólkurinnar, en ekki er hægt að útiloka að neytendur telji einfaldlega að hefðbundin svissnesk mjólk sé ekki síðri en sú lífræna. Samtök kúabænda og afurðastöðva hafa einnig lagt á það áherslu í sínu starfi að byggja upp ímynd hreinleika til þess að tryggja markaðsstarfið heima fyrir, en töluverður innflutningur er á mjólkurvörum til Sviss/SS.