Beint í efni

Líflegar umræður á haustfundum LK

18.10.2011

Nú er lokið fimm af þeim fjórtán haustfundum LK sem fyrirhugaðir eru á þessu ári. Fyrsti fundurinn var haldinn í Þingborg í Flóa s.l. fimmtudag eins og áður hefur komið fram hér á naut.is. Tveir fundir voru í gær, mánudag, á Hótel Hvolsvelli og að Geirlandi á Síðu. Þá var í dag fundur á Seljavöllum í Nesjum og annar á Egilsstöðum á Völlum nú í kvöld. Fundarsókn hefur verið þokkaleg en alls hafa nokkuð á annað hundrað manns sótt fundina. Umræður á þeim hafa verið margvíslegar og spannað bæði nýja stefnumörkum LK, sem kynnt hefur verið á fundunum sem og hefðbundin dægurmál greinarinnar. Þannig hafa fundarmenn rætt um ýmis atriði er varða greiðslumark í mjólk og viðskipti með það, laga- og rekstrarumhverfi greinarinnar, nýliðun, bústærð, útflutningsmöguleika, endurskipulagningu ráðgjafaþjónustunnar og stöðu kúakynsins, auk hefðbundinnar umræðu um verðlags- og afkomumál. Þá komu fram miklar áhyggjur af stöðu dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Samkvæmt nýútkominni reglugerð um það efni, er MAST ætlað að gera þjónustusaminga við dýralækna sem tryggja eigi þjónustu á þeim svæðum. Þrátt fyrir að hið nýja fyrirkomulag dýralæknamála eigi að taka gildi þann 1. nóvember n.k. liggja samingar þessir ekki enn fyrir./BHB og SL 

 

 

Frá fundi á Seljavöllum, þar er fyrirtaks fundaraðstaða á fjósloftinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá fundinum í Gistihúsinu Egilsstöðum sem haldinn var í kvöld.