Lífland og Fóðurblandan hækka flutningsgjald á fóðri um 9,8%
02.09.2008
Nú um mánaðamótin tilkynntu Lífland og Fóðurblandan um hækkun á flutningi fóðurs. Hækkun fyrirtækjanna er nákvæmlega sú sama, 9,8%. Hækkunin hjá Líflandi tók gildi í gær, 1. september en flutningurinn hækkar hjá Fóðurblöndunni á morgun, 3. september. Að sögn fyrirtækjanna eru þessar hækkanir til komnar vegna hækkana á olíuverði og annars rekstarkostnaðar bifreiða. Vonir eru bundar við að viðskiptavinir sýni þessum hækkunum skilning.
Það kemur óneitanlega nokkuð sérkennilega fyrir sjónir að bæði fyrirtækin hækki flutninginn á sama tíma og að hún sé sú sama hjá báðum, upp á brot úr prósenti. Líklega ræður þar tilviljunin ein.