Beint í efni

Lífland með verulega verðlækkun á áburði

19.12.2016

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Líflandi hefur verð á áburði lækkað verulega frá því í fyrra, en í henni segir: „Lífland hóf innreið sína á áburðarmarkaðinn og markaðssetti áburð í fyrsta sinn snemma á liðnu ári. Voru þá fluttar inn átta vörutegundir. Almenn ánægja var með áburðinn á liðnu vori og reyndist hann mjög ryklítill og dreifigæðin voru með ágætum. Nú hefur úrvalið verið aukið og er boðið upp á tólf vörutegundir áburðar í ár. Áburðurinn er framleiddur hjá Grassland Agro á Írlandi og sérsniðinn að þörfum íslenska markaðarins. Hann er að mestu fjölkorna að frátöldum LÍF 27 og LÍF 27-6-6 sem eru einkorna tegundir.

Það er okkur hjá Líflandi ánægja að tilkynna að styrking krónunnar og lækkun áburðarefna á heimsmarkaði veldur því að ný verðskrá er allt að 26% lægri en sú síðasta.

Bændur eru hvattir til þess að tryggja sér vöruna tímanlega“.

Með því að smella hér getur þú séð áburðarverðskrá Líflands/SS.