Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Lífland lækkar verð á kjarnfóðri!

01.10.2016

Frá og með deginum í dag lækkar kjarnfóðurverð hjá Líflandi um 3% en lækkunin nú er tilkomin vegna hagstæðrar þróunar gengis, ásamt lækkandi verði hráefna á heimsmarkaði. Þann 1. september s.l. lækkaði kjarnfóðurverð hjá Líflandi um 2% og er þetta því önnur lækkunin á rétt rúmu mánaðar tímabili. Í fréttatilkynningu frá Líflandi segir m.a.: „Segja má að nokkuð samfelld lækkunarhrina hafi staðið yfir frá því snemma árs 2013, að undanskilinni 4% hækkun í júlí s.l. Meðaltalslækkun á kjarnfóðri hefur á þessu tímabili verið rúm 25%, mismikil eftir tegundum. Lífland hefur verið leiðandi aðili í verðþróun kjarnfóðurs um árabil og eru þessar lækkanir liður í virkri vöktun félagsins á markaðsaðstæðum og í þeirri stefnu að viðskiptavinir njóti verðþróunar hráefna eins og kostur er“.

 

Með því að smella hér getur þú séð gildandi verðskrá kjarnfóðurs hér á landi og borið saman verð frá ólíkum söluaðilum en þetta yfirlit Landssambands kúabænda hefur nú verið uppfært til samræmis við verðbreytinguna hjá Líflandi/SS.