
Lífland lækkar verð á kjarnfóðri!
01.10.2016
Frá og með deginum í dag lækkar kjarnfóðurverð hjá Líflandi um 3% en lækkunin nú er tilkomin vegna hagstæðrar þróunar gengis, ásamt lækkandi verði hráefna á heimsmarkaði. Þann 1. september s.l. lækkaði kjarnfóðurverð hjá Líflandi um 2% og er þetta því önnur lækkunin á rétt rúmu mánaðar tímabili. Í fréttatilkynningu frá Líflandi segir m.a.: „Segja má að nokkuð samfelld lækkunarhrina hafi staðið yfir frá því snemma árs 2013, að undanskilinni 4% hækkun í júlí s.l. Meðaltalslækkun á kjarnfóðri hefur á þessu tímabili verið rúm 25%, mismikil eftir tegundum. Lífland hefur verið leiðandi aðili í verðþróun kjarnfóðurs um árabil og eru þessar lækkanir liður í virkri vöktun félagsins á markaðsaðstæðum og í þeirri stefnu að viðskiptavinir njóti verðþróunar hráefna eins og kostur er“.
Með því að smella hér getur þú séð gildandi verðskrá kjarnfóðurs hér á landi og borið saman verð frá ólíkum söluaðilum en þetta yfirlit Landssambands kúabænda hefur nú verið uppfært til samræmis við verðbreytinguna hjá Líflandi/SS.