Beint í efni

Lífland lækkar verð á kjarnfóðri

02.11.2015

Lífland lækkaði verð sitt á kjarnfóðri frá og með 1. nóvember um 2%. Um leið lækkaði ennfremur verð á helstu hráefnum, mismikið eftir tegundum. Lækkanirnar eru í samræmi við gengisþróun og lækkun á hráefnaverði á heimsmarkaði segir í tilkynningu fyrirtækisins.

 

Nýr verðlisti kjarnfóðurs hér á naut.is hefur verið uppfærður af þessu tilefni./SS.

 

Verðlistar kjarnfóðursala 2. nóvember 2015