Beint í efni

Lífland lækkar kjarnfóðurverð um allt að 5%

05.11.2011

Svofelld fréttatilkynning hefur borist frá Líflandi:

 

„Lífland tilkynnir hér með um lækkun á kjarnfóðri.  Lækkunin nemur allt að 5%, mismunandi eftir tegundum.

Ástæða verðbreytingarinnar er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar. Þrátt fyrir lækkun á mörkuðum undanfarið eru miklar blikur á lofti á hrávörumörkuðum og enn óljóst hvert hráefnaverð stefnir.

Lækkunin tekur gildi mánudaginn 7. nóvember 2011.

Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 540-1100.


Virðingarfyllst,
F.h. Líflands


Bergþóra Þorkelsdóttir
framkvæmdastjóri“