Lífland lækkar kjarnfóðurverð um allt að 5%
25.03.2013
Svofelld tilkynning hefur borist frá Líflandi hf.:
„Lífland hefur gefið út nýjan verðlista á kjarnfóðri. Lækkun er á flestum fóðurtegundum frá fyrri verðlista. Lækkunin nemur allt að 5% og er mismunandi eftir tegundum. Ástæða verðbreytinga er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar.
Allar nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Líflands í síma 540-1100″.